Fræðsluefni

Magn á mann í veislum

Margir leita til Leiðbeiningastöðvar heimilanna þegar mikið stendur til svo sem fermingar, skírnir, brúðkaup, stórafmæli og útskriftir. Algengasta spurningin er hversu mikið á að áætla af mat fyrir hvern. Þar kemur „Magn á mann“ skjalið góða sem er að finna á forsíðu www.leidbeiningastod.is.í góðar þarfir.

Hér höfum við tekið saman leiðbeiningar um magn í ýmiskonar veislum

Nýleg rannsókn á þvottahnetum og þvottaeggjum

Þvottahnetur og þvottaegg skila sama árangri á blettum í þvottinum einsog þvottur á 40° með eingöngu vatni samkvæmt nýrri rannsókn sem Norræna verkefnið NordQual vann með styrkjum frá neytendaáætlun ESB. 

Sparaðu stórar upphæðir í jólainnkaupum og minnkaðu matarsóun í leiðinni

Á Íslandi eru ekki neinar rannsóknir sem sýna hversu miklum mat er sóað sérstaklega í kringum jólin. Í Bretlandi var hins vegar gerð rannsókn af Unilever í tengslum við herferðina #ClearAPlate sem sýndi fram á að 4,2 milljón matarskömmtum hefði verið sóað í kringum jólahelgina árið 2014.

Leiðbeiningastöð heimilanna er umhugað um hagkvæmt heimilishald. Kvenfélagasamband Íslands sem á og rekur Leiðbeiningastöðina hefur sl. ár vakið athygli á matarsóun með öðrum samstarfsaðilum og er vefurinn www.matarsoun.is meðal annars afurð þess samstarfs

Tákn og litir rósarinnar

Rósir eru sagðar eiga sitt eigið tungumál. Með því að velja lit rósarinnar er hægt að segja mjög margt og túlka ýmiskonar tilfinningar og tilefni. Hér að neðan er að finna nokkuð ítarlegan lista yfir meiningu hvers lits fyrir sig.   

Gætum þess þó að oftúlka ekki, því það er ekkert víst að gefandinn hafi lesið sér til.

Kannski er liturinn á rósunum sem hann eða hún gaf þér einfaldlega uppáhaldslitur viðkomandi. 

Þegar góða veislu gjöra skal

Þegar jólin nálgast aukast fyrirspurnir til Leiðbeiningastöðvarinnar varðandi bakstur og matseld. Hér höfum við því tekið saman nokkur góð ráð sem ávallt eiga vel við fyrir stórhátíðir og þegar mikið stendur til.

<<  1 [2