Þorláksmessubrauð

4.0/5 hattar (2 atkvæði)
  • Ready in: 1 klst.
  • Complexity: easy
  • Origin: Brauð

Ingredients

  • 6 dl haframjöl
  • 5 dl hveiti
  • 1 dl púðursykur
  • 2 tsk natron/matarsódi
  • 3 tsk lyftiduft
  • 2 tsk negull
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 4 dl mjólk
  • 2 dl vatn
  • 50 gr döðlur
  • 50 gr aprikósur

Directions

  1. Hitið ofninn í 125° C.

    Setjið allt í skál og hrærið vel.

    Setjið í tvö velsmurð form.

    Bakið í 45-60 mín. Best er að stinga prjóni í miðju brauðsins og athuga hvort eitthvað deig festist við hann, ef ekki þá er brauðið tilbúið.

  2. Þorláksmessubrauðið inniheldur nokkuð magn af sykri miðað við hefðbundin brauð enda má eiginlega kalla þetta desertbrauð. Það má borða það eitt og sér og er gómsætt með heitu súkkulaði. Enn betra ef það er borið fram með osti. 

  3. Þessi uppskrift birtist í jólablaði Húsfreyjunnar 2001