Berjakaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 2 egg
  • 2 dl strásykur
  • 2 dl hveiti
  • 2-3 dl ber t.d. bláber, hindber, rifsber, stikkilsber eða það sem er ykkur lystir. Ágætt að blanda saman t.d. tveimur teg.
  • 100 g kalt smjör
  • perlusykur
  • vanillusykur

Directions

  1. Egg og sykur þeytt vel og því næst er hveitinu hrært lauslega saman við.
    Deigið sett í form, t.d. bökuform, sléttað vel og berjunum stráð yfir.
    Þá er perlu- og vanillusykri sáldrað yfir og að síðustu er svo kalt smjörið (gott að setja því í frysti smástund áður), skorið með ostaskera og raðað yfir berjablönduna.
    Perlusykri stráð yfir að lokum. Bakað við 200° hita í 20-25 mínútur.

    Borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
    Ath. nota má berjaríka sultu með ferskum berjum á kökuna.

  2. Gott að vita:
    Nota má fersk eða frosin ber ofan á kökuna og jafnvel góða berjasultu að hluta til með, ef vill. Þá er sultan sett með teskeið á milli berjanna.
    Perlusykrinum má sleppa.
    Best er að baka kökuna í bökuformi og bera hana borð í því.