Brauð með lyftidufti

4.2/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 dl sólblómakjarnar
  • 2 ½ dl hveiti
  • 2 ½ speltmjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 1 msk hunang
  • ½ msk olívuolía
  • ½ l AB mjólk

Directions

  1. Allt sett í skál og hrært með sleif.  Deigið er frekar blautt.

  2. Hellt í smurt bökunarform, sléttað og yfirborðið pikkað með gafli. 

  3. Sett í forhitaðan ofn, 175° heitan og bakað í ca. 1 klst.


  4. Athugið: 
    Þetta brauð má frysta. Upplagt er að skera það í sneiðar og frysta svo, hita síðan eftir hendinni í brauðrist og þá er það sem nýbakað.