Brún lagterta

2.4/5 hattar (18 atkvæði)

Ingredients

  • 500 g hveiti
  • 350 g strásykur
  • 250 g smjörlíki
  • 2 egg
  • 5 msk kakó
  • 2 tsk negull
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk sódaduft
  • 2 1/2 dl mjólk
  • Smjörkrem
  • 250 gr smjörlíki, mjúkt
  • 1 kg flórsykur
  • 1/2 bolli kalt kaffi (sterkt) eða soðið heitt vatn þangað til æskilegri þykkt er náð
  • 1-2 tsk vanillusykur
  • nokkur saltkorn

Directions

  1. Smjörlíki og sykur þeytt vel saman, eggin hrærð saman við.

    Blandið þurrefnunum saman við og vætt í með mjólkinni.

    Sett á vel smurðar bökunarplötu með sleikju og sléttað vel. Deigið dugar á 2-3 plötur e. stærð.

    Bakað við 200° ca. 15 mín 

    Einnig má setja deigið í form sem ætluð eru fyrir þunna botna. 

    Botnarnir látnir kólna og settir saman með smjörkreminu á milli.

     

    Kremið

    Smjörlíkið þeytt og flórsykrinum hrært saman við smátt og smátt. Vanillusykri og salti bætt út í og vökvi hrærður saman við þangað til kremið er hæfilega þykkt.v