Dillonskaka

2.7/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 230 g döðlur
  • 120 g mjúkt smjör
  • 2 egg
  • 3 dl hveiti
  • 5 msk sykur
  • 1 tsk matarsóti
  • 1/2 tsk salt
  • 1 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • Karamellusósa
  • 200 g smjör
  • 200 g púðursykur
  • 2 dl rjómi
  • 1 tsk vanilludropar

Directions

  1. Döðlurnar settar í pott ásamt vatni og látið fljóta vel yfir þær.
    Soðnar í 3 mín. og hrært í á meðan. Sykur, smjör og egg þeytt vel saman í hrærivél. 

  2. Síðan er öðrum hráefnum nema döðlumaukinu blandað saman við, það er sett síðast út í deigið og blandað vel saman. 

  3. Hitið ofninn og bakið t.d. í lausbotna smelluformi eða múffuformum í 30 til 40 mín. við 180° hita. 

  4. Karamellusósa
    Allt soðið saman í potti í ca 5 mínútur og hrært stöðugt í á meðan eða þangað til sósan þykknar.

    Kakan er borin fram með heitri karamellusósunni ásamt vanilluís eða þeyttum rjóma.

    Líka má bera fram fersk jarðarber með henni.