Fyllingar í rjómatertur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • Fylling I
  • 500 g jarðarber (fersk eða frosin)
  • 1 dl strásykur
  • 1 dl vatn
  • smávegis af maísenamjöli til að þykkja með, ef þarf.
  • Fylling II
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 msk flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 100 g makkarónukökur

Directions

  1. Fylling I
    Jarðarber, sykur og vatn sett í pott og soðið þar til berin byrja að mýkjast, þá eru þau stöppuð eða marin þar til úr verður grautur, má jafna með maísenamjöli ef þarf.
    Sett í skál og kælt í ísskáp.

  2. Fylling II
    Rjóminn er stífþeyttur. Sýrða rjómanum og sykri hrært saman og þeytta rjómanum blandað varlega saman við.
    Makkarónurnar muldar smátt.
    Botnarnir lagðir saman til skiptis með kremi, jarðarberjamauki og muldum makkarónum.
    2 ½ dl rjómi þeyttur og smurt ofan á og á hliðar tertunnar.
    Skreytt með rifnu suðusúkkulaði og jarðarberjum ef vill. 
    Úr þessu verður myndarleg terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiveisluborði sem er.