Hvít lagterta

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 500 g hveiti
  • 250 g strásykur
  • 250 g smjörlíki, mjúkt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/4 tsk hjartarsalt
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl mjólk
  • Sveskjusulta

Directions

  1. Smjörlíki og sykur er hrært vel saman. Skipt yfir í hnoðspaða ef þetta er gert í hrærivél, annars má hnoða deigið á borði. Þurrefnum blandað saman og smjörhrærunni hnoðað saman við ásamt mjólkinni.
    Deigið kælt um stund.
    Flatt út í 3 kökur jafnstórar og bakaðar á bökunarplötu og bakaðar við 190° hita í ca 15-20 mín. Gott að fylgjast með hvað bakstrinum líður svo botnarnir verði ekki of harðir.

    Botnarnir lagðir saman volgir með sveskjusultu eða annarri góðri sultu.