Hálfmáni - Calzone

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
  • Ready in: Bakið hálfmánana í 225 gráðu heitum ofni í 20-25 mínútur.

Ingredients

  • 1 poki þurrger
  • 1 kg. hveit eða spelt eða blöndu af hvoru.
  • 1 tsk salt
  • 6 dl. volgt vatn
  • 3 matskeiðar ólífuolíu
  • Hugmyndir af fyllingu með eða án pasta/pizzusósu eftir smekk:
  • Afgangar frá pastamáltíð og allskonar osta afgöngum.
  • Afgangar af indverskum kjúklingaréttum, t.d. tikka masala, eða afgang af lambapottréttinum sem þú varst með í matinn í gær með kotasælu eða ricotta osti.
  • Afgangar af steiktu grænmeti og mozzarella.
  • Niðurskornir tómatar, pylsubitar, basil og allskonar ostaskorpur sem þú átt í frystinum.
  • Ferskt spínat, eða steikt spínat með fetaost og sólþurrkuðum tómötum.

Directions

  1. Blandið fyrst saman þurrefnum og bætið við volgu vatni og olíunni. Hnoðið deigið saman í höndum eða hrærivélinni. Ef það verður of þurrt er bætt við meira vatni. Látið deigið hefast í 20 - 30 mín á eldhúsbekknum, eða í kæliskáp yfir nótt. (Ef ætlunin er að láta það hefast í kæliskáp yfir nótt, er notað kalt vatn!)

    Þegar deigið hefur hefast er því slegið aðeins saman og skipti í 8 jafnstóra hluta. Hver hluti er flattur út í hring. Setjið fyllinguna á hálfan hringinn. Penslið kantana með vatni eða pískuðu eggi, leggið saman hálfmánana og klípið kantana vel saman til að loka. Penslið hvern hálfmána með ólífuolíu.

    Leyfðu hugmyndafluginu og afgöngunum sem þú átt að ráða ferðinni með hvað þú notar sem fyllingu. 


    Sniðugt að gera tvöfalt magn af deigi og gera marga hálfmána í einu til að eiga í frystinum.