Ítalskættaður brauðréttur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 6-8 brauðsneiðar
  • 4 sellerístilkar
  • 1 laukur, lítill
  • 1 hvítlauksrif ef vill
  • olía
  • 1 tsk basilika
  • ½ tsk oregano
  • ½ tsk timjan
  • ca 10 pepperónísneiðar
  • 10-12 ólífur, steinlausar, svartar
  • 2 dl Kotasæla
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 2 eggjarauður
  • 2 eggjahvítur

Directions

  1. Skorpan skorin af brauðsneiðunum og þær tættar í sundur og settar á botn á smurðu eldföstu móti. Kryddinu blandað saman og stráð yfir.
    Selleríið skorið í bita og laukur og hvítlaukur ef hann er notaður, fínsaxaður og þetta mýkt saman í heitri olíu á pönnu.
    Hellt yfir brauðið.
    Því næst er pepperónísneiðum ásamt ólífum raðað þar ofan á.
    Kotasælu, eggjarauðum og sýrðum rjóma hrært vel saman.

    Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og blandað varlega saman við hræruna.
    Hellt yfir brauðið og bakað í 200° heitum ofni í ca 15 mín.