Jólapavlovur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 6 eggjahvítur
  • 375 g sykur
  • 1 og 1/2 tsk kartöflumjöl
  • 1/2 tsk edik
  • 1 tsk vanilludropar
  • ofaná: 500 ml rjómi, 200 g frosin ber, 2 msk agavesíróp

Directions

  1. Aðferð:

    Byrið á því að þeyta eggjahvíturnar þangað til þær eru hvítar og stífar, bætið þá sykrinum saman við smátt og smátt. Þeytið þar til marensblandan er orðin stíf og gljáandi. Þá er kartöflumjölið sett út í og hrært áfram í 30 sekúndur. Þá er edikið og vanilludroparnir sett út í og blandað varlega saman. Setjið marensinn í sprautuform eða lítinn poka sem búið er að klippa gat á og gerið litlar pavlovur. Setjið inn í 150°C heitan ofn og bakið í um 45 mínútur. Slökkvið á ofninum og leyfið pavlovunum að kólna í ofninum. 

     

    Setjið frosnu berin í pott og bætið agavesírópi saman við. Leyfið aðeins að malla og sósunni að þykkna örlítið. Takið af hitanum og látið kólna. Þeytið rjómann og setjið á pavlovurnar. 

    Endið á því að hella 1-2 msk af sósunni yfir hverja pavlovu og berið fram. 

     

    Þessi uppskrift birtist í jólablaði Húsfreyjunnar 2014