Lasagna frá Drífu á Uppsölum

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 6 - 8 plötur lasagna
  • 2 laukar
  • 2 msk smjör
  • 400 g nautahakk
  • 5 msk tómatsósa
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 - 1/2 tsk svartur pipar
  • 1 tsk Oregano
  • 2 dl rjómi eða mjólk
  • 100 g rifinn ostur
  • - Hvít sósa:
  • 2 msk smjör
  • 4 msk hveiti
  • 5 - 6 dl mjólk
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Leggið lasagna plöturnar í kalt vatn, látið þær ekki liggja þétt saman. Skerið laukinn og brúnið í smjöri á pönnuni. Setjið nautahakkið út á pönnuna og brúnið með lauknum. Bætið tómatsósu, kryddi og rjóma út á pönnuna og látið krauma við vægan hita með lok á pönnunni. Bræðið smjörið í sósuna og blandið hveitinu út í. Jafnið með mjólkinni og bætið saltinu út í. Látið sósuna sjóða í um það bil fimm mínútur. Smyrjið eldfast mót. Setjið sóu á botninn á mótinu, þá lag af lasagna plötum, þá sósu og þar ofan á hakkið. síðan sósu ofan á hakkið, þá lasagna plötur og afganginn af sósunni. Dreifið ostinum yfir sósuna og bakið í ofni við 200°C í 20 - 30 mínútur. með þessum rétti er gott að bera fram ferskt hrásalat. 

     

    Þessi ítalski réttur er orðinn jafnalþjóðlegur og pítsan. til að auka hollustuna má nota hvítkál í staðinn fyrir lasagna plöturnar. Einnig er upplagt að nýta frysta afganga af steiktu hakki og/eða spaghettísósu í formið. 

     

    Þessi uppskrift er frá Drífu á Uppsölum í Kvenfélagi Akrahrepps upp úr uppskrifta bókinni Næring og nautnir sem Kvenfélag Akrahrepps gaf út.