Lifrarpylsa I

3.2/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 1 lifur
  • 2 nýru
  • 1 hjarta
  • 2 ½ dl. nýmjólk
  • 1 dl kjötsoð
  • 100 g haframjöl
  • 100 g hveiti eða heilhveiti
  • 300-350 g rúgmjöl eða sem þarf til að blandan verði mátulega stíf
  • 400 g mör
  • ½ - 1 msk gróft salt

Directions

  1. Innmaturinn er þvegin og allar himnur og slím fjarlægt. Hakkað einu sinni eða tvisvar, eftir smekk.
    Þá er mjólk og soði bætt út í og hrært saman, mjöli og mör bætt út í. Hrært þangað til allt verður jafnt. Hæfilegt magn sett í hvern kepp og soðið í saltvatni í 2- 2 ½ klst.

    Má frysta bæði soðna og ósoðna.