Pizza

1.0/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 500 g hveiti
  • 1 bréf þurrger eða 50 g pressuger
  • 2 msk olífuolía
  • 3 dl vatn
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • Ofan á sósuna fer svo það sem okkur langar í s.s. skinka, kjöthakk, ýmiskonar grænmeti en alltaf er endað á osti. Mozarella (kúlur) ostur er sérlega góður á pizzur.

Directions

  1. Velgið vatnið og setið gerið út í ca 1/3 hluta af því. Látið leysast upp. Blandið því vem eftir er að vatninu og olíunni saman. Hveiti og salt sett í skál og hnoðað upp með gervökvanum og vatni og olíu. Gæti hugsanlega þurft ögn meira af vatni.
    Hnoðað vel þangað til deigið verður þétt og gljáandi.
    Sett í skál og yfir það breiddur rakur klútur.
    Látið lyfta sér í ca 45 mínútur.

    Á meðan gerum við sósuna:
    Laukur og hvítlaukur er mýktur vel í olíunni. Niðursoðnum tómötum, tómatmauki og kryddi nema salti og pipar, bætt út í og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur eða þangað til hún þykknar vel. Þá er hún smökkuð til með salti og pipar.

    Deigið er hnoðað upp aftur og flatt út í ferhyrnda köku sem passar í ofnskúffu eða plötu. Skúffan smurð vel og deigð lagt á hana vel út í kanta og þeir penslaðir með olíu.

    Ofan á deigið er nú smurt sósu og því sem okkur lystir helst á pizzuna. T.d. skinku, sveppum, steiktu kjöthakki, ananas, ætiþistlum og osti dreift yfir í lokin.

    Bökuð við 230° hita í ca 1/2 klst.