Rabarbarasaft með vanillu og sítrónu

4.5/5 hattar (2 atkvæði)
  • Complexity: easy
  • Origin: Saft

Ingredients

  • 2 kg rabarbari
  • 2 l vatn
  • 400 g hrásykur
  • 2 vanillustangir, má sleppa
  • 1 sítróna

Directions

  1. Rabarbarinn er þvegin og skorin í 3ja cm langa bita. Sítrónan er þvegin og hýðið rifið og safinn kreistur. Sett i pott ásamt rabarbarabitum, vatni, hrásykri og kornunum úr vanillustöngunum. Látið sjóða við vægan hita í ca. 15 mínútur eða þangað til rabarbarinn er orðinn mjúkur. 

    Hellt í gegnum sigti í hreint ílát og síðan á sótthreinsaðar flöskur. Loka vel og best er að geyma á köldum stað. 

    Rabarbaramaukið sem fæst þegar búið er að sigta frá, er upplagt að geyma í vel lokuðu plastíláti í kæli og nota út á ís, í heilsudrykki eða út á mjólkurmat. 

    Uppskriftin gefur um 2,5 L af saft. 

     

    Hér til hliðar finnur þú fleiri uppskriftir úr rabarbara.  Njótið vel!