Rauðrófu- fiskisúpa

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 250 g rifin rauðrófa
  • 1 gulrót, stór
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 15 g smjör
  • 8 dl soð af grænmetistening eða annað grænmetissoð
  • 300 g rauðsprettu- eða smálúðuflök í litlum strimlum/bitum
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 dl smátt söxuð steinselja
  • 1 tsk hrásykur
  • pipar
  • salt
  • 1 dl sýrður rjómi (18%)

Directions

  1. Smjörið hitað í potti og grænmetið mýkt í því. Hrært vel í því á meðan.

  2. Soðinu hellt út í og hitað að suðu. Soðið í 20 mínútur. 

  3. Maukað með töfrasprota. Súpan smökkuð til með hrásykri, pipar, sítrónusafa og smávegis af salti. Og suðan látin koma upp aftur.

  4. Diskarnir sem bera á súpuna fram í, eru hitaðir. Fiskurinn látin á þá og snarpheitri súpunni hellt yfir.

  5. Matskeið af sýrðum rjóma sett ofan á, ásamt saxaðri steinselju.

  6. Meðlæti

    Gott brauð, smjör og pestó.