Rifsberjakrapís

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 700 gr rifsber, ný eða frosin
  • 500 gr sykur (ná nota hunang eða annað sætuefni)
  • safi og hýði af 1 appelsínu (aðeins ysta lagið, ekkert hvítt)
  • 75 ml Contreau líkjör

Directions

  1. Ofninn er stilltur á 180°c

    Rifsberin sett í ofnfast fat ásamt sykri, appelsínusafa og hýði. Álþynna breidd yfir og bakað í 45 mín.

    Berin eru sett í hakkavél eða matvinnsluvél og maukað. Hratið er síað frá.

    Líkjörnum er blandað saman við berjasafann og hrært. Setjið blönduna í skál með loki eða í ísvél.  Athugið að það þarf að hræra af og til í blöndunni á meðan hún frýs, til að hún verði ekki að klaka ef ísvélin er ekki til staðar.