Súkkulaðikaka full af hollustu

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
  • Ready in: 75 mín í ofni
  • Complexity: medium
  • Origin: Bakstur
Súkkulaðikaka full af hollustu

Ingredients

  • 125 ml ósætt kakó
  • 250 ml hveiti
  • 125 ml bókhveiti
  • ¼ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 2 egg
  • 250 ml sykur
  • 180 ml sólblómaolía
  • 375 ml rifinn kúrbítur (um tveir miðlungs)
  • Rifinn börkur af einni appelsínu
  • 125 ml valhnetur eða pecan hnetur
  • Mjólkurlaust súkkulaði krem:
  • 60 gr dökkt súkkulaði 70%
  • 30 ml smjör eða smjörlíki
  • 1 msk hunang

Directions

  1. Forhitið ofninn í 180°C
    Sigtið þurrefnin saman í stóra skál, nema sykri
    Þeytið eggin saman í annarri skál, bætið við sykri og þeytið meira. Bætið við olíu, rifnum kúrbít og appelsínuberki. Bætið þessu saman við þurrefnin, eina skeið í einu og hrærið á milli. Bætið hnetum við í lokin og hrærið.
    Hellið deiginu í vel smurt ílangt brauðform
    Bakið í 75 mínútur, eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðjunni.
    Kælið áður en kakan er smurð með mjólkurlausa súkkulaði kreminu.

     

  2. Mjólkurlaust súkkulaði krem:

    Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði, hrærið hunangi saman við. Látið ná herbergishita áður en því er smurt á kælda kökuna

     

    Njóitð vel með engu samviskubiti!