Kaffihlaðborð

Með tertum og brauðréttum er gjarnan miðað við:

2-3 tertusneiðar á mann
2-3 skammta af brauðréttum, heitum eða köldum 
¼ af flatköku pr. mann, t.d. m/hangikjöti eða reyktum laxi.

Tertur geta verið súkkulaðikökur, t.d. frönsk súkkulaðiterta, rjómatertur, ávaxtatertur t.d. peruterta, ostatertur, gulrótarkaka og svona er endalaust hægt eð telja upp. Margir eiga sér uppáhaldsteru sem ekki má vnta standi eitthvað mikið til og er þá sjálfsagt að uppfylla slíkt.

Svo er gott að hafa eitthvað minna sætt með s.s. kleinur, formkökur, smákökur o.þ.h. og þá miðað við eina sneið eða stykki á mann.

Einnig skal hafa í huga hvort einhver gestanna hafi ofnæmi fyrir eggjum, hveiti eða einhverju öðru.
Annað viðmið til útreikninga á magni er að áætla einn disk fyrir 4 þ.e. sem svari einni tertu á diski dugi fyrir þann fjölda.
 
Drykkir eru þá, kaffi, heitt súkkulaði með þeyttum rjóma eða kakó, te og gosdrykkir. Mjólk/rjómi í kaffi ásamt sykri.

  • Friday, 26 október 2012