Matarafgangar

Samkvæmt danskri könnun endar 1/3 hluti af því sem þarlendir versla af matvöru til heimilisins, í ruslatunnunni. Það má leiða getum að því að við séum ekki eftirbátar Dana í þessum efnum.

 Hér eru nokkrar tillögur:

 

Samkvæmt danskri könnun endar 1/3 hluti af því sem þarlendir versla af matvöru til heimilisins, í ruslatunnunni. Það má leiða getum að því að við séum ekki eftirbátar Dana í þessum efnum. 

  

Nú þegar þrengir að fjárhag heimilanna, ásamt því að matvöruframleiðsla á sök á ca.  22% af umhverfismengun á vesturlöndum, er veruleg þörf á að snúa dæminu við. Temjum okkur að hugsa betur um hvernig við kaupum inn og hvað er nauðsynlegt og hvað ekki. 

Hvernig við getum sparað í matinnkaupum?

  • Sláum á hvaða upphæð við erum að eyða í matvæli á ári og ef 30% af því fer til spillis, já það er sennilega dágóð upphæð sem um er að ræða.

    Hver kannast ekki við að henda úr ísskápnum t.d. mjólkurvörum sem orðnar eru ónýtar, ónýtu grænmeti og ávöxtum. Myglað brauð, afgangur af heitu máltíðinni endar líka oft þannig og svona má lengi telja upp. Að ekki sé talað um allar pakkavörurnar og kexið sem verður eftir innst í skápnum og er komið langt fram yfir neysludag þegar það finnst.

    Ef við byrjum að setja okkur markmið til að snúa þessu við, skulum við hafa eftirfarandi í huga:

    Gerum áætlanir um hvað á að vera í matinn og kaupum mátulegt magn af hráefni, nema við ætlum að nýta afgang í eitthvað sérstakt. 
    Oftast vitum við hvað hver heimilismaður borðar mikið. Auðvitað kaupum við umframmagn að sumum mat t.d. þegar við gerum kjötsúpu. Hún er enn betri daginn eftir eins og allir vita.

    Því næst skrifum við innkaupalista. Muna að kvika ekki frá honum, því þá erum við strax farin að eyða meira en við ætluðum. 
    Vörumst að fara svöng í innkaupaferðina, þá vill ýmislegt rata í körfuna sem ekki er beinlínis þörf á.

    Ef afgangur er af matnum þá notum við hugarflugið í að útbúa eitthvað úr honum og ekki verra að hugsa um peningana sem við spörum með því að nýta matinn sem best. Það ætti að efla okkur til dáða.

    Tillögur:

    Kjöti og fisk má nota sem álegg ásamt blaðsalati eða öðru grænmeti á brauð í nesti. td: 

    Steikja á pönnu með gróft skornu grænmeti og bera fram með soðnum hrísgrjónum eða pasta. Þar er komin fyrirtaksmáltíð. 

    Nota í eggjahræru (omelettu) á pönnu og hafa gott brauð með.

    Brauð sem ekki er alveg nýtt er upplagt að velgja í ofni, en aðeins einu sinni því annars verður það annað hvort þurrt eða of lint og molnar leiðinlega.

    Aðra brauðafganga er upplagt að skera í teninga, rista á pönnu og nota í hina ýmsu rétti s.s. út í salöt, í súpur. 

    Það má þurrka og mylja brauðafganga og nota í rasp, setja út í kjötbollufars, eða strá innan í kökuform fyrir bakstur. 
    Eins má safna brauðafgöngum og frysta nota síðan í gömlu góðu brauðsúpuna eða einfaldlega gefa öndunum þá. 

    Bauna- og grænmetisréttir eru fyrirtaksmatur og ekki spillir fyrir að slíkur matur er auk þess að vera hollur, bragðgóður og girnilegur á að líta.

    Matarmiklar súpur með góðu brauði svíkja engan.

    Bökum brauð og kökur heima, þar er hægt að spara verulegar upphæðir.

    Förum reglulega yfir innihaldið í grænmetisskúffunni og nýtum það sem þar er alveg á síðasta snúningi.

    Frystiskápa og kistur þarf líka að fara yfir reglulega til að koma í veg fyrir að matur dagi þar uppi og endi í ruslinu engum til gagns. Hver kannast ekki við þörfina fyrir að fylla í frystikistuna þegar góð tilboð blasa við og svo gleyma svo, jafnvel mánuðum saman. Ekki mikill sparnaður fólgin í slíku. 

    Munum að ganga alltaf fljótt frá afgöngum af heitum mat í kæli eða fyrsti og þannig að hann sé aðgengilegur til notkunar. Gott er að koma sér upp plastílátum til þessa. Nú svo má líka nota umbúðir af mjólkurvörum og fleiru. 
    Soð af kjöti eða fiski má frysta í teningum og nota eftir þörfum í súpur eða sósur.

 

  • Friday, 26 október 2012