Steikingarfeiti

Við getum valið hvort feiti sem við steikjum úr laufabrauð og annað steikt brauð er hörð eða mjúk.

Algengast er að nota Palmín jurtafeiti (hörð) eða aðra sérstaka djúpsteikingarfeiti. Sumir velja að nota tólg (hörð) , það gefur brauðinu ákveðið bragð sem mörgum finnst gott. Nú svo má blanda saman tólg og Palmín jurtafeiti til helminga. Eða Palmín jurtafeiti og sólblómaolíu (mjúk) til helminga.
Ekkert mælir á móti að nota eingöngu t.d. sólblómaolíu eða aðra jurtaolíu.

Munið að hita steikingarfeiti upp við hægan hita og gæta þess vel að hún haldi jöfnum hita meðan á steikingu stendur.
Sérstaklega þarf að varast að feitin ofhitni.

Steikt brauð er best að leggja á eldhúspappír að steikingu lokinni, hann dregur í sig fitu þannig að brauðið verður ekki eins fitugt viðkomu.

  • Friday, 26 október 2012