Bláberjakúlur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Bláberjakúlur

Ingredients

  • 2 dl haframjöl
  • 1 dl graskersfræ
  • 2 tsk hunang
  • 1 msk repjuolía
  • 1/2 tsk kanil
  • 1/2 tsk kardimommudropar
  • 1 dl bláber
  • 1 msk kalt vatn
  • Kókosmjöl

Directions

  1. 1. Blandið öllu nema bláberjum og vatni saman í matvinnsluvél.

    2. Bætið bláberjunum út í og að lokum vatninu, en athugið að setja bara eins mikið vatn og þarf til að geta hnoðað í kúlur. Látið frosin bláber þiðna alveg áður en þeim er bætt í. Bláberin eru mis vatnsmikil, t.d ef þau koma úr frysti, svo það þarf að prófa sig áfram.

    3. Búið til kúlur og látið standa í kæli í minnst klukkutíma áður en þær eru bornar fram.

     

     

  2. Þessi uppskrift kemur frá Finlands svenska Marthaförbund