Sólskinskjúklingur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kjúklingur (1,5 kg) er hlutaður niður og lagður í eftirfarandi lög í 4-6 klst.
  • 1 dl kjúklinga soð (1/2 teningur leystur upp í volgu vatni, kælt).
  • ½ dl matarolía (ekki olífuolía)
  • ½ dl soyasósa
  • safi úr 1 appelsínu + börkurinn rifinn saman við

Directions

  1. Það sem fer í lögin er hrært vel saman og kjúklingabitarnir lagðir í hann. Gott að velta þeim við meðan á marineringunni stendur. 2-3 klst er hæfilegur tími.

  2. Svartur pipar mulinn yfir bitana og þeir steiktir í smurðri ofnskúffu eða eldföstu móti við 200° hita í 20-30 mínútur, fer eftir stærð bitanna.
    Ágætt að snúa þeim í miðjum steikingartímanum.

  3. Meðlæti
    Hrísgrjón, soyasósa, gott salat (mjög gott að rífa appelsínubáta út í salatið) og jafnvel hvítlauksbrauð.

    Uppskrift: Herdís Júlía Einarsdóttir