Hreingerningar

Efnafræði þrifanna - pH gildi hreinsiefna

Basískar lausnir eru betri í að ráðast gegn óhreinindum, fitu, prótínum og öðrum lífrænum efnum. Súrar lausnir vinna betur á kalki, ryði og öðrum steinefnum. Að þekkja pH gildi efnanna getur því verið gagnlegt.

Ekki nota edik á þessa fleti

Edik er til margra hluta nýtilegt á heimilinu. Við getum notað það til að hreinsa bletti, fríska upp á þvottinn og þvottavélina, pússa glugga ofrv. Það er ódýrt og algjörlega náttúrulegt.
En Edik er líka súrt þ.e. með mjög lágt PH gildi, sem þýðir að við getum ekki notað það hvar sem er. Við ættum því að sleppa því að nota edik á:

Glansandi glös og kristall

Eru fallegu glösin þín orðin skýjuð og mött?

Þetta er algengt vandamál þegar glös og annað gler er þvegið endurtekið í uppþvottavél.

Lykt í ísskáp

Notið heimagerðan lyktareyði til að halda góðri lykt í ísskápnum og til að draga í sig vonda lykt. Áður en matur sem er farin að skemmast og fer að fylla ísskápinn af vondri lykt er tími til að ganga í málið.
Hér eru nokkur atriði sem þú getur notað til að ráðast gegn og forðast vonda lykt í ísskápnum.

Þrif á baðherbergi

Baðherbergi þarf að þrífa reglulega, það er engan vegin nóg að þrífa það af og til. Því þar eiga gerlar og sýklar góðan aðgang. Enginn vill heldur hafa ólykt í baðherberginu. Góð loftræsting skiptir miklu, ef gluggi er á baðherberginu, hað helst alltaf opinn því þá er minni hætta á að raki þéttist þar.

Þrif á baðherbergisviftu

Betra inniloft.
Með því að halda viftunni á baðinu hreinni bætir þú inniloftið. Hrein vifta kemur í veg fyrir raka á baðherberginu. Það er því nauðsynlegt að þrífa viftuna einu sinni á ári. Ef það er ekki gert er hætta á myglu og sveppamyndun. Við mikinn raka getur sveppur og mygla farið að setjast í viftuna og á innréttingar og veggi.

Þrif á flísum

Fita og önnur óhreinindi vilja setjast á flísar í eldhúsi og á baði. 
Efni sem hægt er að nota til að fá flísarnar hreinar og fallegar eru t.d. matarsóda, lyftiduft, borðedik og sítrónusafa.

Þrif á ísskáp

Reglulega eða allavega á tveggja mánaða fresti þarf að þrífa ísskápinn allan að innan og utan. Þrífa þarf hillur og henda þarf út mat sem hefur gleymst og skemmst. Þetta er ekki endilega það skemmtilegasta sem við gerum í eldhúsinu en með því að fylgja eftirfarandi ráðum, verður þetta leikur einn. 

Þrif á tímum Covid-19

SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 gæti lifað á sumu yfirborði í allt að 24 klukkustundir og jafnvel lengur. Enn er þó verið að rannsaka þetta.  Það er því mikilvægt að að við sótthreinsum yfirborðsfleti á heimilum okkar reglulega.  Mælt er með að sótthreinsa sérstaklega snertifleti einsog hurðarhúna, ljósrofa, blöndunartæki, borð og eldhúsbekki, handrið, hurðarkarma og annað sem við komum við reglulega. Einnig síma, dyrasíma, lyklaborð og lyftuhnappa.

Leiðbeiningastöð heimilanna fór á stúfana til að finna bestu leiðina við þrif á þessum skrýtnu tímum.