Blóm

  • lhbannerxxx
  • banner

Páskar og páskasiðir

þann .

paskaungi
Páskar eru elsta hátíð kristinna manna, raunar eldri en kristin trú og jafnvel eldri en Móselögmál. Páska (pesah) héldu Gyðingar til forna og fögnuðu þannig sauðburði og fyrstu kornuppskeru að vori. Síðar tengdust páskarnir flóttanum frá Egyptalandi þ.e. þegar Móses leiddi Ísraelsmenn úr ánauðinni þar í gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands.

Seinna urðu páskarnir aðalhátíð kristinnar kirkju og er þá minnst upprisu Krists frá dauðum. Páskahátíðin er í senn gleði- og sigurhátíð og í raun elsta hátíð kristinna manna. Voru páskar nefndir af kirkjufeðrum hátíð hátíðanna, Festum festorum.
Flest tengjum við gula litinn páskum. 

Hjá Kirkjunni eru ákveðnir litir tengdir páskum:
Litur föstunnar er fjólublár. Sá litur helst til föstudagsins langa, en litur hans er svartur. Laugardagurinn fyrir páska (sabbatum sanctum) hefur engan lit.
Litur sjálfra páskanna er hvítur, en getur líka verið gylltur, eða stundum næstum gulur.
Hvíti liturinn helst allan páskatímann, allt frá fyrstu páskanæturmessu og til hvítasunnu.

Páskarnir eru hátíð sem fólk tengir trú sinni og sækir gjarnan kirkju. Þeir eru tími fjölskyldunnar og vinir njóta þess að hittast og gera sér dagmun í mat, og eiga góða stund saman.
Fermingar tíðkast á Skírdag og Annan páskadag, og nú í seinni tíð einnig á laugardag fyrir páska.

Svo eru það páskaferðalögin, þau gefa lífinu lit og þeir sem eru heima taka fram páksaskrautið.. Vorið er á næsta leiti og því lífga blóm og annað skraut upp á heimilin.

Páskaegg og páskaungar eru ómissandi þáttur páskanna að mati yngstu fjölskyldumeðlima.

Eggin þurfa ekkert endilega að vera búin til úr súkkulaði. Skemmtilegt er að föndra við að mála á hænuegg, t.d. soðin og borða þau síðan eða tæma úr hráum eggjum og mála á skurnina. Það má líka búa til pappaegg eða kaupa þau tilbúin og fylla af góðgæti.
Góður siður er að safnast saman og búa til páskaskraut og skreytingar. Í skreytingar má nota kerti, trjágreinar, perlur, fjaðrir, ungar, blóm og blómlauka. Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för.
Eigum góðar stundir saman, þær skilja eftir góðar minningar.

GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ!

Undraefni náttúrunnar

þann .

aloevera2Á veturna herja á okkur ýmsar kvefpestir og aðrir kvillar.
Til að mæta álaginu sem því fylgir á líkamann, taka margir inn bætiefni.
Að sjálfsögðu eigum við einnig að huga að hollu mataræði s.s. neyslu á ávöxtum, grófu korni og grænmeti. Ekki gleyma sjávarfanginu, hollum fitum og lýsinu okkar góða.
Náttúran er gjöful og þekking manna á hinum ýmsu eiginleikum jurta og annarra náttúruafurða reynst vel í gegnum árþúsundir, svo kallaðar alþýðulækningar.
Mörg náttúruleg efni hafa öðlast vísindalega viðurkenningu og eru notuð sem uppistaða eða viðbót í lyfjaframleiðslu. Hér er bent á örfá:

Matarbýtti

þann .

 

Fimmtudaginn 6. mars nk. milli kl. 17:00 og 19:00 stendur fésbókarhópurinn Matarbýtti í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands fyrir matarbýttum í kjallara Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, Túngötu 14.