Blóm

  • Banner 910x180 Eldadurollu 03
  • Banner 910x180 grænmeti

Hvítar rákir á skónum

þann .

sítróna

Hvítar rákir á skóm eru algengar á þessum tíma.

Gott ráð er að nudda skóna með sítrónubita.

Sýran í sítrónunni kemur í veg fyrir að hvít rönd komi. Leðrið er sútað í saltpækli áður en skórnir eru búnir til og ef þeir fá á sig vatn leitar saltið fram. Það er því ekki saltið sem er borið á göturnar sem myndar hvítar rendur.

Vantar þig jólagjöf ?

þann .

Við seljum gjafabréf á matreiðslunámskeiðið, Eldað úr öllu með Dóru og kvenfélögunum.

Námskeiðið kostar 5.000 og er ein kvöldstund (4-5 klukkustundir). Allir elda og snæða saman.

Gjafabréf

Handhafi þessa bréfs er boðið á matreiðslunámskeið

Eldað úr öllu með Dóru og kvenfélögunum.

Námskeiðið er hluti matarsóunarverkefnis sem Landvernd, Vakandi og Kvenfélagasamband Íslands standa að.

Næstu námskeið verða 15. og 21. janúar 2015

Allar upplýsingar eru hjá Leiðbeiningastöð heimilanna, www.leidbeiningastod.is eða í síma 552 1135

Aðventa

þann .

adventaAðventan er kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins. Á mörgum heimilum hefst hinn eiginlegi undirbúningur jólanna fyrsta sunnudag í aðventu og tilvalið að nota helgarnar fram að jólum til að föndra saman, búa til jólakort, konfekt, baka, skera út og steikja laufabrauð eða hvað eina sem okkur finnst tilheyra að gera fyrir hátíðina. Þá kveikjum við á kertum, tínum fram jólaskrautið og byrjum að skreyta. Reynum að sleppa stressinu og njóta aðventunnar, sem óneitanlega styttir þennan dimmasta tíma ársins og kemur okkur í hið eina sanna jólaskap.