Blóm

  • Banner 910x180 grænmeti
  • Banner 910x180 Eldadurollu 03

Leiðbeiningastöðin opin lengur

þann .

Í tilefni aðventu og jóla verður Leiðbeiningastöðin með opinn símatíma seinnipart dagana 24. nóvember og 1. desember nk. Opið verður til reynslu í símatíma frá 17:00 - 20:00 næstkomandi fimmtudag 24. nóvember og fimmtudaginn 1. desember. Venjulegur símatími er miðvikudaga og fimmtudag 10:00- 14:00 og sjálfsögðu svörum við einnig í símann þá daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir með tölvupósti á lh@leidbeiningastod.is

Bakstur fyrir jólin og aðventuna

þann .

Nú þegar aðventan og jólin nálgast langar okkur að benda á allan þann fjölda af uppskriftum sem er að finna á síðunni.   En við viljum líka endilega bæta við safnið.  Leiðbeiningastöð heimilanna er rekin af Kvenfélagasambandi Íslands og í sambandinu eru þúsundir kvenfélagskvenna um allt land sem eru margar hverjar snillingar í eldhúsinu.  Átt þú uppskrift sem þú ert tilbúin að deila með okkur á síðunni?  Sendu okkur uppskriftina og mynd ef þú átt á netfangið: lh@leidbeiningastod.is og við munum skella þinni uppskrift í safnið okkar.  Við munum að sjálfsögðu setja nafnið þitt og/eða nafn kvenfélagsins með.  Vertu með!

Hrekkjavakan er á næsta leyti

þann .

Hrekkjavakan er handan við hornið og þá hafa margir gaman af því að skera út graskersluktir með börnunum. Graskerin eru í boði í grænmetishorni flestra verslana. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum ameríska sið, en þó eru graskerin og grímubúningarnir sem fylgja eitthvað sem flestir geta notið til að hressa upp á vetrarbyrjun. Tilvalið að gera með börnunum.

Graskersluktir eru fallegar í skammdeginu og ekki er verra að vita af því að Grasker eru full af trefjum, sinki og A vítamíni.

Til gamans má benda á að bandarískur taugasérfræðingur og sálfræðingur Dr. Alan Hirsch hefur rannsakað áhrif lyktar á fólk og hann vill meina að samkvæmt sínum rannsóknum þá ýti ilmurinn af graskersböku undir kynhvöt karla.

Þegar skorin eru út grasker þá er um að gera að nýta innvolsið/kjötið. Athugið að það er hægt að sjóða og mauka kjötið og frysta til að nota síðar. Graskersmauk má nota í margt, t.d. í súpur, sultur, bökur, kökur, ýmsa eftirrétti ofl. Það er til dæmis hægt að nota graskersmauk í staðinn fyrir banana í bananabrauðsuppskriftum. Grasker er soðið í litlu vatni í ca. 30 mín og maukað með töfrasprota eða í blandara.

Verði ykkur að góðu og góða helgi :-)

Héru nokkrar uppskriftir sem er einmitt tilvalið að prófa.

Graskersbaka

Graskers vöfflur

Graskersmarmelaði