Blóm

  • Banner 910x180 grænmeti
  • Banner 910x180 Eldadurollu 03

Betra inniloft og varnir gegn of háu rakastigi.

þann .

Við að elda fyrir fjögurra manna fjölskyldu myndast um 2,5 lítrar af vatni á sólarhring og að fara í sturtu getur bætt 250 ml af vatni í inniloftið fyrri hvert skipti. Ef loftræsing er ekki nægileg getur uppgufað vatn sest á veggi og loft sem eykur hættu á því að einangrun blotni, málning flagni og að mygla myndist. 

Til að varna gegn of háu rakastigi  ætti að auka loftræsingu eða hreyfingu lofts með því að opna hurðir og/eða glugga, nota viftur eftur þörfum.  Hafa skal baðherbergisviftu í gangi eða opna glugga þegar farið er í bað eða sturtu. og nota útsogsviftu eða opna glugga þegar eldað er, þegar uppþvottavélin er notuð eða þegar vaskað er upp. 

Þegar notaðar eru viftur er nauðsynlegt að halda þeim hreinum, til að hámarka afkastagetu þeirra.   

Hér eru leiðbeiningar um þrif á baðherbergisviftunni:  http://bit.ly/2qS5ApZ

Hér er leiðbeiningar um þrif á eldhúsviftunni: http://bit.ly/2ppPC9i

Gleðilega páska!

þann .

Um leið og við óskum ykkur Gleðilegra páska þá deilum við með ykkur gómsætri uppskrift af Fylltu lambalæri með soðsósu og rauðkálssalati sem er tilvalið á veisluborðið.   Njótið frísins framundan.  Það ætlum við að gera ;-)

Smelltu hér fyrir uppskriftina: 

 

Súpur sem aðalréttur

þann .

Margir leita til Leiðbeiningastöðvar heimilanna þegar mikið stendur til svo sem Fermingar, skírnir, brúðkaup, stórafmæli og útskriftir. Algengasta spurningin er hversu mikið á að áætla af mat fyrir hvern. Þar kemur „Magn á mann“ skjalið góða sem er að finna á forsíðu www.leidbeiningastod.is.í góðar þarfir. það er að finna hér til hliðar undir Skjöl til útprentunar. 
Nú er algengt að bjóða upp á allskyns gómsætar súpur sem aðalrétt. Við höfum tekið eftir að nú er mexikósk kjúklingasúpa ein af þeim algengari sem við heyrum af. Margar útgáfur til af þeirri súpu, þú finnur eina á síðunni okkar.
Þegar súpa er sem aðalréttur er miðað við um 4-5 dl af súpu á mann, sem svipar til tveggja venjulegra súpudiska en hver venjulegur súpudiskur tekur um 2,5 dl af súpu. Í mexikóska kjúklingasúpu má miða við um 100 gr af kjúkling á mann og 50-60 gr af grænmeti á mann. Þetta viðmið má nota fyrir hvaða kjöt eða grænmetissúpu sem er.