Hægeldaður, suðrænn og ilmandi miðjarðarhafs kjúklingur

5.0/5 rating 1 vote
  • Complexity: medium

Ingredients

  • 1 lítil sítróna
  • 1 ¾ grófskorin laukur
  • ¼ bolli svartar ólífur
  • 2 matskeiðar kapers án vökva
  • 1 dós heilir plómutómatar, sigtið vökvann frá og skerið gróft
  • 12 kjúklingalæri með beini (um 1400 grömm) skinn tekið af
  • ¼ teskeið ferskur malaður svartur pipar
  • 1 teskeið ólífuolífa
  • Saxað ferskt rósmarín
  • Söxuð fersk steinselja

Directions

  1. Rífið börkinn og kreistið safann úr sítrónunni þannig að það mælist ein matskeið og ein teskeið. Setjið sítrönubörkinn í skál og hyljið, geymið í ísskáp. Setjið sítrónusafann, laukinn, ólífur, kapers og tómata í stóran hægeldunarpott.

  2. Kryddið kjúklinginn með pipar, steikið kjúklingalærin á pönnu með smá olíu á miðlungshita í um þrjár mínútur. Setjið brúnuð kjúklingalærin í hægeldunarpottinn. Setjið lokið á og eldið á lægsta hita í 4 klukkustundir eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

  3. Setjið kjúklinginn á diska. Hrærið sítrónuberkinum saman við sósuna. Hellið sósunni yfir kjúklinginn. Skreytið með rósmarín og steinselju ef vill.

  4. Borið fram með kartöflumús eða hrísgrjónum.

     

    Sjáið hér nánar um matseld í hægeldunarpottum