Umhverfisdagur 23. mars 2019

Vitundarvakning um fatasóun minniÞann 23. mars nk. mun Kvenfélagasamband Íslands og Leiðbeiningastöð heimilanna bjóða á Umhverfisdag í Kvennheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í tengslum við verkefnið "Vitundarvakning um fatasóun" sem hefur fengið áframhaldandi styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.  á Umhverfisdeginum munu kvenfélagskonur setja upp saumaverkstæði og aðstoða við minniháttar viðgerðir og breytingar á fatnaði, settur verður upp fataskiptimarkaður þar sem gestir geta mætt með vel með farin fatnað sem ekki er lengur í notkun og skipta honum í annað sem nýtist betur. Það verður markaðsstemmning á svæðinu, kaffi og vöfflusala ásamt því sem boðið verður upp á fræðslu og fyrirtæki og einstaklingar verða með kynningar á umhverfisvænum vörum og þjónustu sem tengist sóun og endurnýtingu. Allir eru boðnir velkomnar og búist er við góðri mætingu.   

Sjá viðburðinn á facebook

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is