Þvottaleiðbeiningar

Að fá hvíta þvottinn aftur hvítan

 Er hvíti þvotturinn orðin gulur eða grár? Hér eru nokkur góð ráð til þess að fá hvíta þvottinn hvítan aftur.

 

Blettahreinsun á sólarvörn

Það geta komið blettir eftir sólarvörnina í fötin okkar sem sérstaklega erfitt getur verið að fjarlægja.

Blettaráð

Til að ná blettum úr fatnaði eða öðru er best að reyna strax eða sem allra fyrst að vinna á þeim. Sitji blettur of lengi þannig að efnið drekki hann í sig, þornar hann inn í efnið og erfiðara verður og stundum ógerningur að ná honum úr.

Förum vel með flíkurnar okkar - minnkum fatasóun

Vitundarvakning um fatasóun

Eitt af því sem við getum gert til að minnka fatasóun er að fara vel með flíkurnar okkar og þvo þær þannig að þær endist sem lengst.

Glansandi glös og kristall

Eru fallegu glösin þín orðin skýjuð og mött?

Þetta er algengt vandamál þegar glös og annað gler er þvegið endurtekið í uppþvottavél.

Nýleg rannsókn á þvottahnetum og þvottaeggjum

Þvottahnetur og þvottaegg skila sama árangri á blettum í þvottinum einsog þvottur á 40° með eingöngu vatni samkvæmt nýrri rannsókn sem Norræna verkefnið NordQual vann með styrkjum frá neytendaáætlun ESB. 

Ráðleggingar við val á þvottavélum

Það er afar erfitt að sjá muninn á þvottavél sem þvær þvottinn þinn vel og endist lengi og þvottavél sem er algjör hörmung og skilar ekki hreinum þvotti.  Það borgar sig því vel að skoða hvað er í boði og hvaða umsagnir þvottavélin sem þú ert að spá í fær í hlutlausum gæðakönnunum. Ákveðin merki sem kosta sitt reynast oftast vel. Þú borgar fyrir gæðin, en það þarf samt ekki að vera algilt, mörg ódýrari merki geta vel verið eins góð og því betra að vinna heimavinnuna sína. Eins getur mikill sparnaður verið fólginn í tilboðum og því vert að fylgjast með þegar þau bjóðast. 

Hér eru leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga þegar fjárfest er í þvottavél.

Sveppamyndun í heimilistækjum

Sveppamyndun t.d. í þvottavélum leynir sér ekki, það kemur vond lykt úr þvottinum og sveppurinn er sýnilegur með berum augum t.d. í sápuhólfinu. Þá er um að gera að hefjast handa og losa sig við þennan hvimleiða „gest“.

Þvo á 15, 40 eða 60 gráðum?

Hvort þú eigir að þvo með heitu eða köldu vatni fer eftir flíkinni, þvottaefninu sem þú notar og þvottavélinni þinni. Hér getur þú séð hvort þú ættir að þvo á 15, 30 eða 60 gráðum.

Að mörgu er að huga, við viljum þvottinn okkar hreinan og án baktería en við viljum heldur ekki menga umhverfið með hættulegum efnum né nota of mikla orku.

Þvottur

Það borgar sig að skoða merkingar á fatnaði vel t.d. hvaða hitastig skal notað og hvort má þvo hann, áður en við skellum honum í þvottavélina. 
Sumar flíkur þola einungis hreinsun í efnalaug meðan aðra þola slíkt alls ekki. 
Þannig aukum við „líftíma“ fatnaðins og hann helst fallegur lengur.