Fréttir og tilkynningar
Leiðbeiningastöð heimilanna 60 ára
Leiðbeiningastöð heimilanna hefur verið rekin af Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ) síðan 1963. Starfsemi Leiðbeiningastöðvarinnar er nátengd starfi KÍ enda staðsett á sömu skrifstofu að Hallveigarstöðum í Reykjavík. Tilkoma Leiðbeiningastöðvarinnar átti sér ákveðinn aðdraganda í farandkennslu sem KÍ styrkti um árabil, m.a. í garðyrkju, matreiðslu og saumaskap. Frá 1944 allt fram til 1961 voru nokkrir hússtjórnar-og handavinnukennarar á vegum KÍ sem ferðuðust um landið og héldu námskeið, sýnikennslu og erindi. Þetta var mjög vinsælt, einkum á landsbyggðinni.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Þjónusta Leiðbeiningastöðvar heimilanna er gjaldfrjáls og öllum opin:
Opnunartími:
þriðjudaga kl. 10-12
fimmtudaga kl. 13 - 15
552 1135
Fyrirspurnir má einnig senda á
lh@leidbeiningastod.is
SKJÖL TIL ÚTPRENTUNAR
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1995 kr.