Umhverfisdagur á Hallveigarstöðum

Umhverfisdagur verður haldinn í Samkomusal Kvennaheimilisins Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Laugardaginn 22. október 2022.
Frá 12-16

Kvenfélagskonur setja upp saumaverkstæði. Þær munu aðstoða og gefa góð ráð við minniháttar fataviðgerðir og breytingar á fatnaði, Athuga að nú setjum við hámark á viðgerðir, tvær flíkur á mann. Bendum á saumastofur fyrir stærri viðgerðir.

Settur verður upp fataskiptimarkaður þar sem gestir geta mætt með vel með farin fatnað sem ekki er lengur í notkun og skipt honum í annað sem nýtist betur.
Þú mætir með flíkur sem þú vilt skipta og raðar upp á svæðinu samkvæmt merkingum og skoðar þig um og tekur í staðinn það sem þú gætir nýtt þér. Mælum með að setjast niður og fá sér kaffi og vöfflur, það gæti eitthvað dottið inn á markaðinn á meðan. Það gæti því borgað sig að staldra við.

Sýnikennsla og kynning á ýmsu sem tengist endurnýtingu á Textíl.

Kaffi og vöfflusala að hætti kvenfélagskvenna.

Þema dagsins er Endurnýting á Textíl og munum við fá til okkar ýmsa aðila sem eru að gera sniðuga hluti í endurnýtingu.
Meðal þeirra sem verða hjá okkur eru:

  • Sigríður Júlía Bjarnadóttir kennari og myndlistamaður sem mætir með fatnað sem hún hannar upp úr endurnýttu til að vinna á risa fatahrúgunni sem skapast á hverju ári með tilheyrandi sóun. Hún hóf verkefnið SKRAUTA ENDURTEKIÐ EFNI haustið 2019.
  • Ólöf Sveinhildur hannar og framleiðir poka og töskur úr endurnýttum Textíl sem hún kallar Sveinu pokar.
  • Ingunn Hróðný sýnir hvernig hún endurnýtir gallabuxur og saumar t.d svuntur, pottaleppa og töskur. Ingunn hannar sínar vörur undir merkinu Made by Hróðný.
  • Sigríður Tryggvadóttir í Saumahorni Siggu, setur upp örvinnustofu í fatabreytingum og sýnir fólki hvað er hægt að gera til að breyta flíkum á skemmtilegan hátt. Hún kynnir líka Vinnusmiðjurnar sínar í fatabreytingum og saumaskap.
  • Hafdís Bjarnadóttir hefur verið að spinna band úr garnafgöngum í nokkur ár. Hún notar aðallega ullarband í bland við nýja íslenska ull í endurvinnslugarnið. Hún mun sýna hvaða handtök hún notar til að spinna endurvinnslubandið og gefur þeim sem vilja prófa góð ráð.
  • Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í Textíl og hönnun mun kynna bækurnar sem hún hefur gefið út um Textíl, sjálfbærni og saumaskap.

Það verður markaðsstemming og markmiðið er að fólk mæti og fái hugljómun um allt það sem hægt er að gera til að endurnýta Textíl og minnka sóun.

Viðburðurinn er hluti af verkefni Kvenfélagasambands Íslands „Vitundarvakning um fatasóun“ sem styrkt er af Umhverfis- orku og loftslagsráðuneyti.

Öll velkomin