Að fá hvíta þvottinn aftur hvítan

 Er hvíti þvotturinn orðin gulur eða grár? Hér eru nokkur góð ráð til þess að fá hvíta þvottinn hvítan aftur.

 

hvitur thvottur

Þvottaefni merkt "Oxygen bleach" (Finnst undir oxi eða oxy) eru sérstaklega notuð til að hvitta þvott.  Það er ekki eins ætandi og venjulegur klór.  Fljótandi "Oxygen Bleach" er í raun vatn blandað við Vetnis peroxíð.   Lesið vel leiðbeiningar og verið viss um að efnið í flíkinni sem er verið að meðhöndla þoli hvíttun með Oxygen bleach. 

Önnur efni sem má nýta til að hvitta þvott eru: 

 

Klór
Bleiking með klór getur hjálpað. Klórinn hvíttar þvottinn og fjarlægir leiðinlega bletti sem ekki hafa farið úr þrátt fyrir blettameðhöndlun. Sjá nokkur góð blettaráð hér:


Fyrst þarf að athuga hvort flíkin þoli klór. Ef merkingin er þríhyrningur með kross yfir, þá þolir flíkin ekki klór. Notaðu þá önnur ráð sem þú getur lesið hér að neðan. 
Settu um 1 dl af klór í þvottavélina. (fer eftir magni af þvotti). Þvoðu síðan þvottinn aftur á venjulegu prógrammi án klórs.


Varnaðarorð þegar klór er notaður!
Ekki ætti að nota klór endurtekið á sömu flíkurnar, hann eyðir upp þráðunum með tímanum og getur myndað göt í þvottinum þínum. Aldrei setja tuskur eða flíkur í hreinan klór, blandið alltaf við vatn. Aðeins nota klór ef flíkin er alveg hvít. Klórin aflitar. 
Þegar klór er notaður ætti alltaf að gæta sérstaklega vel að sér. Hellið varlega, jafnvel pínulítill dropi af klór getur gert blett og/eða göt í fötin þín! Fylgið leiðbeiningum á umbúðum.


Borðedik.
Borðedik er hægt að nota á ýmsa vegu  Ef þú vilt losna við erfiða bletti, skelltu þá flíkinni á rönguna og jafnaðu úr henni. Settu 2 msk af borðediki í skál og notaðu t.d gamla tusku. Bleyttu tuskuna í edikinu og dubbaðu blettinn með edikinu. Þegar bletturinn er horfin (eða hefur allavega minnkað) leggðu þá flíkina í bleyti í volgt vatn með 2 dl af borðediki. Síðan þvegið eins og venjulega í þvottavélinni.

Matarsódi.
Ef edikið virkar ekki má prófa matarsóda, hann er lika ágætis blettaeyðir. Blandaðu 2 tsk af matarsóda saman við 2 – 3 tsk af vatni svo úr verði þykkur massi sem síðan er smurt á blettinn. Látið liggja á blettinum í um klukkustund. Að lokum er flíkin þvegin í volgu vatni með 2 dl af borðediki.

Þvo hvítan þvott með sítrónu. 
Sítrónu safi er líka góður blettaeyðir í hvítan þvott. 
Leggið hvítan þvott í bleyti í volgt vatn með hálfum bolla af sítrónusafa. Einnig má setja hálfan bolla af sítrónusafa í þvottaduftið á þvottavélinni og þvo með öðrum ljósum þvotti. 
Einnig er hægt að setja flíkina í sjóðandi vatn með hálfum bolla af sítrónu og látta liggja þannig í bleyti yfir nótt. Flíkin er síðan þvegin einsog venjulega í þvottavélinni. 
Athugið að sítrónan er bleikiefni og upplitar því litaðan þvott.

Notaðu sólina.
Auðveldasta og ódýrasta leiðin til að bleikja /hvítta þvott er að nota útfjólubláa geisla sólarinnar. Ef þú hefur möguleiki á því þurrkaðu þá hvíta þvottinn úti í sólinni. Útfjólubláu geislarnir gera hvítan þvott aftur hvítan.  Hægt er að setja minni flíkur út í glugga og láta sólina skína á þvottinn, passið að jafna vel úr flíkinni.
Athugið að lituð handklæði, sængurver og annan litaðan þvott ætti ekki að hengja út til að þurrka þegar er mikil sól. Sólin upplitar nefnilega litaðan þvott.

 

 

  • Wednesday, 01 nóvember 2017