Endar maturinn í ruslinu hjá þér?

Hefur þú velt fyrir þér lesandi góður hversu mikið þú getur sparað með því að hætta að henda mat?

Hefur þú velt fyrir þér lesandi góður hversu mikið þú getur sparað með því að hætta að henda mat?

Í tilefni nýliðinnar nýtniviku er ekki úr vegi að hugsa um það hvað við hendum miklum mat. Talið að árið 2008 hafi verðmæti matar sem hent var hér á landi verið rúmir 3 milljarðar.
Til að koma í veg fyrir að maturinn endi í ruslinu er gott ráð að hafa einn dag í viku hverri til að matbúa úr því sem til er. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og verið skapandi í eldhúsinu með því að prófa nýja rétti eða önnur hráefni í réttinn.

Nýta má afganga, kjöt,fisk eða grænmeti í súpur, salaöt, eggjakökur, bökur og margt annað. Eru afgangshrísgjón frá gærdeginum þau má nota í mjólkurgraut eða í grænmetisrétt. Soðið grænmeti og kartöflur má nota í súpur o.s.frv.

Nokkur góð ráð:

  • kaupa minna magn í einu
  • einn dagur í hverri viku þar sem eldað er úr því sem til er
  • kláraðu það sem til er í ísskápnum áður en verslað er
  • settu nýjar vöru innst í ísskápinn og eldri fremst
  • Monday, 14 nóvember 2016