Frysta tómata

Tómatar eru ein af fáum tegundum grænmetis sem hægt er að skella í frystinn án þess að blansera.


Stærri tómata má bita niður og jafnvel mauka áður en þeir eru settir í frystipoka/ílát. Mikilvægt að passa að lofttæma til að forðast frostskemmdir. Ef þú vilt losna við skinnið/hýðið þarf að setja þá í heitt vatn til að losa það af. 

Minni tómata einsog Piccolo tómata og Cherry tómata er hægt að frysta heila. Þvoið þá og þurrkið, látið á bakka og frystið í heilu, þegar yfirborðið er frosið er hægt að skella þeim nokkrum saman í hæfilega skammta í frystipoka eða ílát.


Tómatar sem hafa verið frystir eru frábærir í heita rétti, pastasósur og aðra soðna rétti líkt og niðursoðnir tómatar.

  • Thursday, 24 ágúst 2017