Hvað er Pólýester?

scarf 930185 640 Hvað er PÓLÝESTER?

Vitundarvakning um fatasóun - fræðsla

Efnið samanstendur nú af 60% af því fataefni sem framleitt er í heiminum, tala sem hefur tvöfaldast frá árinu 2000. En úr hverju er það eiginlega og hvaða áhrif hefur pólýester á jörðina?

Pólýester fylgdi í fótspor gerviefnisins nælon sem var þróað og byrjað að framleiða 1926. Du Pont keypti vörumerkið og fékk einkaleyfi á notkun þess 1946 og byrjaði að framleiða það í massavís 1951. Á minna en einni öld hefur pólýester orðið sá textíll sem er hvað mest notaður í fatnað og sá skaðlegasti.

Pólýester er mikið notað til íblöndunar í önnur efni Bómullar- og pólýester-blöndur eru til dæmis vinsæl blanda. Ástæðan fyrir því að Pólýester er mjög svona vinsælt er að það er slitsterkt, hefur góðan togstyrk og þolir vel teygingar og endurteknar beygingar. Það þolir vel sólarljós og veðrast vel. Það hleypur ekki, er krumpufrítt og hefur stuttan þurrktíma.

Pólýester er framleitt úr etýleni, unnið úr olíu, sem grunn hráefni. Meðan á „fjölliðun“ stendur er etýleni blandað við dímetýlþereftalat og þessi tvö efni hvarfast við ótrúlega hátt hitastig . Efnið sem myndast er síðan sameinað öðru, tereftalsýru, og útkoman er fljótandi pólýester, sem er pressað út í gegnum sturtuhausalík tæki til að mynda langa fína borða.

Þessir borðar úr plasti eru kældir og þurrkaðir og síðan skornir upp í litlar flísar, eins og plastprjónar. Meðan á snúningi stendur er polyester brætt upp í 270 ° C þar til það verður fljótandi. Síðan er vökvinn dreginn í gegnum tiltekna stúta til að framleiða trefjarnar. Þegar það er dregið út um stútana teygist á efninu og til verða trefjar sem eru sveigjanlegri og sterkari en stíft plast og líkjast þannig garninu sem býr til pólýester efni.

Pólýester er plast! Og á tímum þar sem við erum að vakna upp  við óafturkræft tjón vegna plasts á  vistkerfi okkar, ættum við að krefjast þess að fataiðnaðurinn hætti að nota pólýester og þrói frekar umhverfisvænni nýjungar eða noti endurunna valkosti.

Þetta þýðir að þegar við þvoum pólýesterfötin okkar (sem eru nú um 60% af fataskápnum okkar), losum við milljarða örtrefja út í vötn og sjó.

"Áætluð heildarlosun örplasts frá þvotti á Íslandi á ári er því 8,2-32 tonn, með þeim fyrirvara að gögnin eru komin til ára sinna og gerviefni verða æ algengari í þvotti ásamt því að losun örplasts við hvern þvott er ekki föst stærð heldur breytileg eftir hversu notuð fötin eru." **

Samkvæmt rannsókn frá Napper & Thompson frá 2016, geta allt að 700.000 stakar trefjar losnað úr fötunum við hvern þvott. Við vitum líka að fatnaður er einn af stóru ástæðunum fyrir örtrefjum úr plasti í höfunum okkar og það eru fáar vænlegar lausnir til að koma í veg fyrir þetta vandamál.

Eitt af því sem við sem almenningur getum gert, er að krefjast þess að framleiðendur/vörumerki fjárfesti í rannsóknum til að leysa vandamálið með örplastið og þrói leiðir til að framleiða umhverfisvænni efni og hætti að nota plast í fatnað.

 

 

** Örplast í hafinu við Ísland bls 42

 

Þýtt m.a. frá síðu FashionRevolution

 

Verkefni Kvenfélagasambands Íslands Vitundarvakning um fatasóun er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 

Jenný Jóakimsdóttir/2020

  • Tuesday, 10 mars 2020