Lykt í ísskáp

Notið heimagerðan lyktareyði til að halda góðri lykt í ísskápnum og til að draga í sig vonda lykt. Áður en matur sem er farin að skemmast og fer að fylla ísskápinn af vondri lykt er tími til að ganga í málið.
Hér eru nokkur atriði sem þú getur notað til að ráðast gegn og forðast vonda lykt í ísskápnum.

Hér eru nokkur atriði sem þú getur notað til að ráðast gegn og forðast vonda lykt í ísskápnum:

  • Fyllið hreinan sokk af kolum sem notuð eru í fiskabúr og fást í gæludýraverslunum. Ath. Ekki er hægt að nota kol sem notuð eru á grillið. Kolin draga í sig vonda lykt í allt að þrjá mánuði
  • Opið ílát með matarsóda. Matarsódi er einstaklega góður til að draga í sig lykt. Skiptið up á ca 30 – 90 daga fresti.
  • Ferskt malað kaffi sem sett er á lítinn disk og staðsett aftarlega í ísskápnum virkar einnig vel við að draga í sig vonda lykt.
  • Kattarsandur án ilmefna er líka frábær við að draga í sig vonda lykt. Setjið í grunna skál og staðsetjið aftarlega í ísskápnum.
  • Viltu góða lykt í ísskápinn? Þetta er kannski ekki fyrir alla, en sumir gætu notið þess að finna smá lykt af t.d. vanillu þegar þeir opna ísskápinn .Athugið að við erum hér að tala um smá lykt, ekki er gott að finna of mikla lykt af einhverjum sterkum ilmefnum þegar ísskápurinn er opnaður. Best er að finna lykt sem er tengd matvælum.
  • Settu smá vanillu extract, tea tree olíu, lavenderolíu eða sítrónudropa í bómullarhnoðra á lítinn disk aftarlega í ísskápinn. Skiptið um á tveggja vikna fresti.
  • Krumpið saman brúnum bréfpoka í kúlu og setjið í grænmetisskúffuna. Bréfpokinn virkar vel við að fjarlægja lykt úr skúffunni.

Athugið!   Innst í ísskápnum er lítið gat fyrir vökva sem safnast saman og rennur út að aftan. Mörgum yfirsést að þrífa og lykt byrjar að myndast. Þetta gat vill fyllast af óhreinindum og er best að nota eyrnapinna eða pípuhreinsir til að ná að bursta úr því. Þar vill oft vond lykt hlaðast upp ef gleymist að þrífa þetta reglulega. Vatnið rennur út að aftan og ætti að gufa upp, en stundum þarf að þrífa að aftan líka. Ein leið er að hella nokkrum dropum af rodaloni niður í gegnum gatið til að ná öllum óhreinindum.

Góð ráð:

• Þrífið ísskápinn vel allavega einu sinni í mánuði.
• Geymið opna glerkrukku með matarsóda í ísskápnum. Matarsódinn dregur í sig auka raka og lykt. Athugið að nota glerkrukku en ekki plast.
• Farið í gegnum ísskápinn einu sinni í viku til að tæma, nýta og henda úr ísskápnum því sem er orðið ónýtt. Notið nefið, treystið á skynfærin áður en þú hendir góðum mat. Það er munur á Síðasta notkunardegi og Best fyrir merkingum. Ef varan er komin á síðasta merkta notkunardag, skal henda vörunni strax. Best fyrir dagsetning: varan er hæf til neyslu ef hún lyktar og bragðast eðlilega.
• Skipuleggið ísskápinn svo auðveldara sé að finna það sem þú leitar að. Setjið mjólk, safa og aðra drykki í eina hillu, og dressingar, sósur og svipaðar vörur í aðra hillu.
• Geymið sósur og marineringar og þannig vörur saman í plastkörfum í ísskápnum, Þannig er auðvelt að taka vörurnar úr ísskápnum og auðvelt að þrífa ef hellist niður eða ef eitthvað brotnar eða lekur. Þá er einfalt að taka körfuna úr ísskápnum og þrífa eina og sér í stað þess að þrífa allan ísskápinn.
• Athugið að yfirfylla ekki ísskápinn, yfirfullur ísskápur eyðir meiri orku við að kæla sig niður og meiri líkur á að hann nái ekki að kæla nógu vel það sem í honum er.
• Geymið allan mat í ísskápnum í lokuðum umbúðum, hyljið matarafganga með plastfilmu eða setjið í plast ílát.
• Þegar ísskápurinn er hreinn er einfalt að halda honum við með því að þrífa eina til tvær hillur og/eða skúffur í einu. Með því að gera það verða þrifin einfaldari og taka ekki eins langan tíma í senn. Vertu bara viss um að fara þannig reglulega í gegnum allar hillur og skúffur.
• Festið hillur og skúffur þannig að þær brotni ekki eða detti úr fölsunum.

  • Wednesday, 26 október 2016