Páskar

gluggi.jpg

 GLEÐILEGA PÁSKA! Það eiga ekki allir frí frá vinnu um páskadagana, en engu að síður er þetta tími sem gott er að njóta saman t.d. með því að skreyta heimilið fyrir páskana. Kerti, trjágreinar (muna að klippa og setja í vasa ca viku fyrir páska), heimagert föndur eins og ungar og ámáluð egg eru tilvalið páskaskraut. Lifandi blóm, bæði afskorin og í pottum lífga verulega upp á nánasta umhverfi okkar. Og hvað er páskalegra en vöndur af páskaliljum? Gæta skal vel að kettir komist ekki í að narta í blöð eða fræfla þeirra, það getur orðið dýrinu lífshættulegt.
Vorið er í nánd og upplagt að gefa litagleðinni aðeins lausan tauminn.

Páskahátíðin var í upphafi í senn gleði- og sigurhátíð og er í raun elsta og mesta hátíð kristinna manna, þar sem minnst er upprisu Krists frá dauðum.
Flest tengjum við gula litinn páskum.
Hjá kirkjunni eru ákveðnir litir notaðir við helgiathafnir um páska.
Fastan: Hennar litur er fjólublár og er notaður til föstudagsins langa
Föstudagurinn langi: Hans litur er svartur.
Páskar: Litur sjálfra páskanna er hvítur, en stundum gylltur og jafnvel út í gult. Hvíti liturinn helst allan páskatímann, allt frá fyrstu páskanæturmessu til Hvítasunnu.

Kerti, blóm og annað páskaskraut er ómissandi á heimilinu yfir páska.
Gefum okkur góðan tíma, njótum þessa tíma með okkar nánustu, föndrum páskaskraut, skreytum og borðum góðan mat saman.

Gleðilega hátíð!

  • Friday, 26 október 2012