Ávaxtakaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 250 g mjúkt smjör
 • 3 dl strásykur
 • 6 egg
 • 5 1/2 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk vanillusykur
 • 200 g kúrennur
 • 200 g ljósar rúsínur
 • 100 g sultuð kirsuber (láta leka vel af þeim)
 • 50 g möndlur, saxaðar
 • 50 gr heslihnetur, saxaðar
 • Örlítið salt
 • 3 msk dökkt romm
 • Ofan á kökuna ef vill
 • 100 g heilar flysjaðar möndlur hlutaðar í tvennt.
 • 2 msk strásykur
 • 5 msk vatn

Directions

 1. Smjör og sykur hrært ljóst og létt, romminu bætt út í og síðan er eggjunum hrært út í einu og einu í senn. Ef hræran skilur sig er ágætt að setja eins og eina msk af hveitinu saman við.
  Hveitið sigtað og vanillusykri, salti, lyftidufti, ávöxtum og hnetum blandað í. 

 2. Þessu er hrært út í eggjahræruna á hægum hraða og hrært þangað til deigið er jafnt. 

 3. Sett í lausbotna hringform (18-20 cm) og sléttað vel. Ef notaðar eru möndlur ofan á kökuna er þeim raðað ofan á kökuna og vatn og sykur soðið í saman potti þangað til þykknar og síðan penslað yfir kökuna.
  Bökuð við 180° í 1 klst eða ríflega það.

  Ath.
  Þessi kaka geymist mjög vel.