Bernaisesósa

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 250 g smjör
 • 3 eggjarauður
 • 3 msk hvítvínsedik
 • 1/2 dl ferskt estragon eða eftir smekk eða steinselja
 • salt og pipar
 • ögn af sykri

Directions

 1. Smjörið er brætt og látið kólna aðeins. Hellt í skál og botnfallið skilið eftir.Eggjarauður og hvítvínsedik eru þeytt vel saman yfir mjög vægum hita. Þetta gerist hægt og tekur sinn tíma. Hitinn á pottinum má aldrei vera meiri en svo að hægt sé að leggja hendi á hliðina á honum án þess að brenna sig.Fyrst verður eggjahræran froðukennd en síðan fer hún að þykkna og verður jöfn og þétt og kremkennd.Potturinn tekin af hitanum og saltað smávegis.
  Síðan er smjörinu hellt út í í mjórri bunu og þeytt kröftuglega í á meðan. Þykktin á sósunni er mátuleg þegar hægt er að setja smávegis á fingurinn og blása og ef hún hreyfist ekki er komið nóg.
  Fersku söxuðu estragoni hrært saman við og smakkað til með salti og sykri.
  Ef sósan vill skilja sig er gott að setja nokkra dropa af köldu vatni út í hana og þeyta vel. Gott viðmið:
  Þyngd smjörs í Bernaisesósu á að vera þreföld þyngd eggjarauðanna.