Blaðlaukssúpa

2.8/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

 • ½ kg blaðlaukur (ekki efsti hlutinn)
 • 1 msk olífuolía
 • 6 dl kjúlingasoð af teningi
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 3 stilkar sellerí
 • 1 msk hvítvínsedik
 • tímjan, steinselja, salt og pipar
 • fersk steinselja smátt skorin

Directions

 1. Blaðlaukurinn er skorin langsum, skolaður vel og vandlega og síðan skorin í litla strimla.

 2. Olían hituð á pönnu og laukurinn mýktur þar í ca 5 mín. 

 3. Kjúklingasoðinu bætt út í ásamt kryddi og hvítlauk. 

 4. Látið malla við vægan hita í 20 mín. Bragðbætt með edikinu, salti og pipar og ferski persilunni stráð yfir þegar súpan er borin fram. 

 5. Meðlæti
  Gott ristað brauð, smjör og ostur.