Epla- og berjabaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 300 g epli
 • 150 g bláber
 • 1 msk kanill
 • 3 msk hrásykur
 • 170 g mjúkt smjör
 • 200 g hveiti eða speltmjöl (fínt)
 • 100 g strásykur
 • 75 g valhnetukjarnar (smátt saxaðir)
 • 75 g möndluflögur
 • 6 msk kókosmjöl (gróft)

Directions

 1. Eplin eru þvegin vel og skorin í í báta. Má afhýða ef vill.
  Eplum og bláberjum velt varlega upp úr blöndu af kanil og hrásykri.
  Sett á botninn á vel smurðu eldföstu móti.
  Smjörið (á að vera frekar kalt) mulið út í hveitið (mjölið) og strásykri, hnetum, möndlum og kókos blandað saman við. Deigið á að vera frekar laust í sér.
  Dreift yfir ávextina og bakað við 200° forhituðum ofni í ca 30 mínútur.
  Bakan borin fram volg með þeyttum rjóma, vanilluís eða hrærðum sýrðum rjóma, gjarnan blönduðum kanilsykri.

  Skipta má út eplum fyrir t.d. rabarbara eða perur og nota hindber í staðinn fyrir bláber.
  Einnig er er hægt að baka þetta í 8 litlum eldföstum skálum við sama hitastig í ca 8 mínútur.