Glútenlaust hrökkbrauð

3.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 4 dl. blönduð fræ, t.d. sólblómafræ, hörfræ og sesamfræ
  • 1 dl glútenlaus hafragrjón
  • 100 gr möndlu- eða kókosmjöl
  • 100 gr glútenlaust hveiti
  • 1 dl góð olía
  • 2 msk fíberhusk, glútenlaust
  • 1/2 - 1 tsk salt. Ef þið stáið salti ofan á kexið þá má minnka það eða sleppa því
  • 5-7 dl vatn eða annar vökvi
  • 4 dl. blönduð fræ, t.d. sólblómafræ, hörfræ og sesamfræ

Directions

  1. Aðferð:

    Öllu hráefni fyrir utan vatnið blandað saman og byrjað á að setja helminginn af vatninu og bæta síðan í. Hræran þykknar mjög fljótt og best er að bæta við vatni þar til hún er samfelld og ekki of stíf (en þó ekki of blaut) til að hægt sé að fletja hana út á plötu.

    Mjög gott er að strá grófu salti eða góðu kryddi eins og rósmarin yfir óbakað kexið. 

    Bakað við 200°C í 20 mín. eða lengur þar til það er gullinbrúnt og stökkt Skorið strax með pizzuskera í hæfilega stór stykki.