Gulrótarmauk Gullu

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg gulrætur
  • 3 stk sítrónur
  • 1 dl vatn
  • ½ kg strásykur
  • 2 tsk rautt Melatín + 2 msk strásykur

Directions

  1. Gulræturnar hreinsaðar og rifnar niður. Sítrónurnar þvegnar vel og skornar í bita.

    Sett í pott ásamt vatninu og soðið í 10-15 mínútur. 

    Sykrinum bætt út í og allt soðið í 15 mínútur. Potturinn tekin af hellunni og Melatín + sykri stráð út í og hrært vel. Suðan látin koma upp aftur og soðið í 2 mín. Sett í hreinar krukkur og lokað strax.