Kjúklingalifrarpaté bakað

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 350 gr kjúklingalifur
 • 1 meðalstór laukur
 • 1 stór hvítlaukur
 • 3 msk smjör
 • 1 msk matarolía
 • 1/2 tsk timian
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk nýmalaður pipar
 • 1/2 msk rjómi
 • 2 msk koníak eða brandý

Directions

 1. Afhýðið og sneiðið lauk og hvítlauk

 2. Hitið smjör og matarolíu og hitið lauk og hvítlauk við mjög háan hita í 5 mínútur. Það má ekki brúnast

 3. Setjið lifur, lauk og hvítlauk í kvörn, bætið timian, salti, pipar, rjóma og koníak eða brandý út í og hrærið vel saman.

 4. Smyrjið aflangt form og setjið í. Hafið frekar þunnt lag.

 5. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C

 6. Bakið í um 7 mín. Fylgist með, stingið prjóni til að sjá hvort er bakað í gegn.

   

  Berið fram með ristuðu brauði, ferskum eða sýrðum gúrkum og rifsberjahlaup.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is