Kleinur

3.6/5 hattar (9 atkvæði)

Ingredients

 • 1 kg hveiti
 • 200 g strásykur
 • 175 g smjörlíki
 • 5 tsk lyftiduft
 • 1 tsk hjartarsalt
 • 1 tsk kardimommuduft
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1/2 tsk salt
 • 2 egg
 • 2 dl súrmjólk
 • 2,5 dl nýmjólk

Directions

 1. Deigið hnoðað, ágætt að gera það í hrærivél. Deigið þarf að vera meðfærilegt og mátulega þykkt.

 2. Flatt út og skornir út tíglar með kleinujárni. Gert gat í miðju og snúið upp á kleinurnar og þær steiktar í feiti. Þarf að snúa meðan á steikingu stendur. 

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is