Kókosís

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • Botn
 • 4 eggjahvítur
 • 2 dl strásykur
 • 1 dl kókosmjöl
 • Ís
 • 4 eggjarauður
 • 1 dl strásykur
 • 1/2 l rjómi
 • 100 g gott súkkulaði t.d. Daim, Toblerone eða dökkt súkkulaði með appelsínubragði

Directions

 1. Botn
  Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman og kókosmjölinu hrært saman við.
  Sett í vel smurt smelluform (stórt), strá má aðeins af kókosmjöli í formið áður en hræran er sett í það.
  Bakað við 140° hita í 50-60 (e. stærð formisns).

  Ís
  Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Rjóminn þeyttur sér og eggjahrærinu blandað vel saman við hann.
  Súkkkulaði saxað smátt og blandað út í.
  Blöndunni hellt yfir kaldan botninn og sléttað yfir. Lokað með plastfilmu og fryst.

  Uppskrift: Hrefna Guðmannsdóttir.