Ofnbakaður Brie með pekanhnetum og karamellu

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Ofnbakaður Brie með pekanhnetum og karamellu

Ingredients

 • 50 g pekanhnetur, skornar gróft
 • 1 msk smjör
 • 2 msk púðursykur
 • 3 msk hlynsíróp
 • 1 stk Brie ostur

Directions

 1. Hitið ofninn í 175°C.

  Látið ostinn á álpappír og bakið í um 8 mínútur eða þar til hann er farin að bráðna lítillega. Á meðan látið þið smjör á pönnu og ristið henturnar við meðalhita. Bætið þá saman við púðursykri og hlynsírópi og hitið að suðu. Hrærið í 1 mínútu og takið síðan af hitanum. Látið ostinn á disk og hellið hnetukarmellunni yfir ostinn. Berið strax fram með góðu kexi eða brauði. 

   

   

   

   

  Þessi uppskrift birtist í jólablaði Húsfreyjunnar 2014