Sítrónukaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 75 gr mjúkt smjör
 • 1 dl sykur
 • 2 egg
 • 2.5 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 dl léttmjólk
 • börkur af 1/2 sítrónu og smá safi með
 • Krem
 • 3 dl flórsykur
 • safi úr 1/2 - 1 sítrónu
 • rifinn börkur af 1/2 sítrónu til skrauts

Directions

 1. Hrærið smjör og sykur saman. Bætið eggjunum í og þeytið þar til hræran verður létt og ljós í sér.

  Bætið restinni af hráefninu saman við og hrærið lítillega saman. Ekki þó of lengi því þá verður kakan seig.

  Setjið í miðlungs stórt form og bakið við 180°C í 25-30 mín.

  krem: blandið öllu saman fyrir utan sítrónubörkinn og hellið yfir kalda kökuna.

  Skreytið með rifnum sítrónuberki.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is