Sherrýfrómas I

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 4 egg
 • 5 msk flórsykur
 • 3 msk sherrý
 • 7 blöð matarlím
 • 1/2 líter rjómi
 • 100-200 g makkarónukökur eftir stærð og lagi skálar + 1/2 - 1 dl sherrý
 • 100 g suðusúkkulaði með appselsínubragði
 • Ofan á frómasið
 • 1 1/2 dl rjómi, þeyttur
 • nokkur fersk ber eða þurrkuð t.d.Gojiber og ristaðar möndlur og hvítt súkkulaði, gróft rifið.

Directions

 1. Kökurnar muldar eða brotnar og lagðar á botninn í eina stóra skál eða 6 litlar.

 2. Bleytt í kökunum með sherrýinu. Magnið fer eftir hvað mikið er notað af kökum.

 3. Súkkulaðið saxað fremur smátt.

  Rjóminn þeyttur og settur í kæli.

  Matarlímið lagt í bleyti í smávegis af köldu vatni í ca 10 mín.

 4. Egg og sykur þeytt saman þangað til blandan verður ljós og létt.
  Vatnið kreist úr matarlíminu og það brætt í sherrýi í vatnsbaði við vægan hita. Hrært alveg kekkjalaust. Kælt aðeins og hellt í mjórri bunu út í eggjahræruna og hrært í á meðan.
  Súkkulaðinu bætt út í og hrært.
  Rjómanum blandað varlega saman við eggjahræruna.
  Rjómabúðingnum hellt yfir kökurnar, sléttað yfir og lokað með filmu og geymt í kæli.

  Gott að vita:
  Það má líka setja bleyttar muldar makkarónukökur út í hræruna ef vill. Þá er súkkulaðinu sleppt.
  Skreytt eftir smekk með þeyttum rjóma, rifnu hvítu súkkulaði, heilum berjum eða þurrkuðum Gojiberjum og ristuðum möndluflögum áður en borið er fram.
  Í staðinn fyrir sherrý má nota góðan ávaxtasafa eða sterkt og gott kaffi.