Súkkulaðimús

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 100 g dökkt súkkulaði (gjarnan 70%)
 • 4 eggjarauður
 • 40 g strásykur
 • 2,5 dl rjómi
 • 3 msk strásykur
 • 50 g ósaltaðar pistasíur (ósaltaðar)

Directions

 1. Súkkulaðið er brytjað, sett í skál og brætt viðvægan hita í vatnsbaði. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman eða þangað til hræran verður hvít. Bráðnu súkkulaðinu hellt varlega samn við og hrært vel í á meðan.
  Rjóminn þeyttur og 1/3 af honum blandað út í eggja-súkkulaðiblönduna. Síðan er henni hrært saman við það sem eftir er af rjómanum.
  Sett í falleg glös eða skálar og geymt í kæliskáp.

  Sykurinn bræddur á pönnu þangað til úr verður karamella og hneturnar ristaðar settar út í. Hrært vel saman og hellt á bökunarpappír. Látið kólna og mulið með t.d. kjöthamri og stráð yfir súkkulaðimúsina.