Súpa sem styrkir ónæmiskerfið

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 rauðlaukur
 • 1 grænt chilí
 • 4 geirar hvítlaukur
 • 5 cm biti af engifer
 • smá salt
 • 2 meðalstórar sætar kartöflur
 • 1 askja shiitake sveppir (má sleppa)
 • 2 lúkur af goji berjum
 • súputeningur (helst lífrænn)
 • soðið vatn

Directions

 1. Britjið lauk, chilí, hvítlauk og engifer og svissið í olíu. Þar til laukurinn er mjúkur.

  Flysjið kartöfluna og skerið í bita, skerið sveppina í sneiðar og bætið í laukblönduna ásamt gojiberjunum. Hrærið í og hellið grænmetissoði (vatn og súputeningur) yfir, nóg til að það fljóti yfir blönduna.

  Sjóðið þar til kartöflurnar eru mjúkar.

  Setjið hráefnið í blandara og blandið vel. Athugið að gott er að setja fyrst grænmetið og smá soð og mauka, bæta síðan vökvanum öllum í. Ef allt er sett í einu getur myndast þrýstingur í könnunni/skálinni og lokið þrýstist af. 

  Ekki er ráðlagt að fylla könnuna /skálinni nema að 3/4 þegar að það er verið að mauka í henni.